Námskeið á íslensku

Sitt lítið af hvoru - Anna M. Valgeirs
Sitt lítið af hvoru - Anna M. Valgeirs

Sitt lítið af hverju í prjónaskap - Uppselt!

Þátttakendur munu læra ýmsar aðferðir við að létta frágang og gera prjónlesið fallegra. Kenndar verða nokkrar aðferðir við uppfit, t.d. hvernig er hægt að prjóna í báðar áttir, einfalda og skemmtilega leið til að gera fallega kanta, sérlega falleg hnappagöt, aðferðir til útaukningar og affellingu. Þátttakendur læra að gera styttar umferðir og fara yfir hvernig sú aðferð getur hjálpað við eitt og annað t.d. að gera hálsmál rúnaðra að framan eða prjóna rendur sem eru þríhyrningslaga. 

Hvenær: Sunnudagur 9. júní kl: 9 - 12
Kennari: Anna Margrét Valgeirsdóttir
Taka með: Garn – nokkra liti og prjóna sem passa við grófleika garnsins
Tungumál: Íslenska

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
Ekkert í boði