Námskeið á íslensku

Shrug
Shrug

Shrug peysan vinsæla - Tinna Laufdal

Á námskeiðinu læra þátttakendur að prjóna hina vinsælu Shrug peysu, sem er síðerma peysa með stuttum bol. Shrug peysan hentar bæði þeim sem eru byrjendur í prjóni og þeim sem hafa prjónað í mörg ár og er skemmtilegt og skapandi verkefni fyrir alla, þar sem hugmyndaflugið fær að ráða. 

Þátttakendur fá tækifæri til að hanna eigin útfræslu og fá innblástur hvernig nota má mismundandi prjónaaðferðir og garn, þ.e. grófleika, garntegundir og aðra skemmtilega þræði til að fá mismunandi útfærslur. Þátttakendur fá grunnmunstur sem þeir geta aðlagað að eigin óskum. Peysan er prjónuð á grófa prjóna og er fljótprjónuð.

Hvenær: Laugardagur 8. júní kl: 13.45 - 16.45

Kennari: Tinna Laufdal

Taka með: 

7 mm hringprjóna, 60 eða 80 cm langa. Garn fyrir 5 mm prjóna (magn: 200 gr.) Hvatt er til þess að koma einnig með afganga og mismunandi grófleika af garni.

Nauðsynleg kunnátta: Grunnþekking á prjóni.

Tungumál: Íslenska

 

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
12 Í boði