Námskeið á íslensku

Verkefnataska
Verkefnataska

Saumaðu þína eigin verkefnatösku - Tinna Laufdal

Verkefnataska er einn helsti fylgihlutur prjónarans og ekki verra ef hún er heimasaumuð úr endurnýttum textíl.

Á námskeiðinu sauma þátttakendur verkefnatösku, með eða án handfangs. Þátttakendur fá innblástur um hvernig hægt er að endurnýta t.d. gamla dúka, bútasaum, útsaumuð stykki eða klukkustrengi og gefa gömlum textíl nýtt líf í formi verkefnatösku. Hér er t.d. hægt að nýta  útsauminn hennar ömmu og taka með út á prjónalífið.

Hvenær: Sunnudagur 9. júní kl: 9 - 12

Kennari: Tinna Laufdal

Taka með: 

Efni í töskuna: magn: 1,20 x 1 m t.d. efnisafganga og/eða útsaumuð stykki og 2,30m langa snúru/band til að loka töskunni.

Saumavél

Skæri, títuprjónar, málband og tvinna

Tungumál: Íslenska

 

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
11 Í boði