Námskeið á íslensku

afgangaprjon
afgangaprjon

Prjónað úr afgöngum - Nanna Einarsdóttir

Afgangsgarn er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að prjóna og því meira sem prjónað er, því meiri afgangar safnast saman. Það getur reynst áskorun að finna hefðbundnar uppskriftir sem passa fyrir afgangana í réttu magni, lit og grófleika. Nálgunin sem kennd er á þessu námskeiði felst í að taka þennan fjölbreytileika garnsins og snúa honum upp í tækifæri til sköpunar.

Farið verður yfir nokkrar gagnlegar aðferðir sem nýtast við afgangaprjón og hvernig er hægt að leika sér með liti til að skapa einstakar flíkur. Að loknu námskeiði munu prjónarar geta nýtt alla sína afganga í hvaða flík sem er, jafnvel þá allra smæstu.

Hvenær: Laugardagur 8. júní kl: 13.45 - 16.45

Kennari: Nanna Einarsdóttir

Taka með: Þátttakendur þurfa að hafa með sér alls konar afgangsgarn til að gera tilraunaprufur, og prjóna sem hæfa garni. Gott er að hafa með nokkrar stærðir til að vera frjálsari með garnval í prufuna, t.d. 4.5 mm, 6 mm og 8 mm prjóna.

Nauðsynleg kunnátta:   Almenn prjóna kunnátta, s.s. að geta fitjað upp, fellt af, prjónað slétt og brugðið.

Tungumál: Íslenska

 

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
9 Í boði