Námskeið á íslensku

orkering
orkering

Orkering fyrir byrjendur

Orkering er ævaforn aðferð við blúndugerð sem notast við hnúta og lykkjur.

Námskeiðið er fyrir algjöra byrjendur og einnig þau sem einhvern tímann lærðu að orkera en vilja rifja tæknina upp. 

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnaðferðirnar í orkeringu. Byrjað verður á því  að vinda garnið á skytturnar og svo læra þátttakendur að ‘flippa hnútnum’, en það er undirstaða orkeringar. Þegar þátttakendur hafa náð tökum á hnútnum, gera þeir lítið blóm og læra þannig að orkera hringi, lykkjulauf og að tengja lykkjulaufin saman.

 Á námskeiðinu verður farið yfir uppskriftarlestur. Þátttakendur fá útprentaðar uppskriftir að einföldum verkefnum.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er ein garndokka og skytta.

Hvenær: Sunnudagur 9. júní kl: 9 - 12

Kennari: Kristjana Kona

Taka með: Ekkert nema góða skapið

Nauðsynleg kunnátta: Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem vilja rifja upp orkeringu.

Tungumál: Íslenska

Vörunúmer
Verð
14.400 kr.
9 Í boði