Námskeið á íslensku

tufting
tufting

Tuftingnámskeið - Laugardagur kl: 13.45 - 16.45

Tufting æðið er í hámarki um þessar mundir og við bjóðum upp á námskeið þar sem kennd verður tæknin við að nota tuftbyssu til þess að búa til mjúkt veggverk.

Þátttakendum gefst tækifæri að nota eigin teikningu sem fyrirmynd að verkinu sem þeir tufta svo með tuftbyssu. Litríkt garn í boði.

Allt efni, kennsla í tækni og aðstoð við sköpunarferli er innifalið í verðinu.

Krafa er gerð um að þátttakendur geti haldið á og beitt tuftbyssu.

Hvenær: Laugardagur 8. júní kl: 13.45 - 16.45

Kennari: Frá Textílmiðstöð Íslands

Hafa með:  Þátttakendum er velkomið að koma með eigið garn til þess að vinna með aukalega.

Tungumál: Íslenska

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
7 Í boði