Námskeið á íslensku

Heklaðar dúllur
Heklaðar dúllur

Heklaðar dúllur og leyndardómar þeirra - Tinna Laufdal

Á námskeiðinu verður kennd grunntækni hekls og að lesa hekl uppskriftir.  Heklaðar verða hefðbundnar ferkantaðar dúllur og veittur innblástur hvernig má setja þær saman á skemmtilegan hátt í hin ýmsu verkefni! T.d. hið klassíska teppi, tösku, peysu eða annað sem hugurinn girnist.

Hekl er nefninlega frábær aðferð að kunna og má blanda þeirri tækni fallega með prjóninu, t.d. að hekla kanta á barnateppi eða húfur.

Hvenær: Laugardagur 8. júní kl: 9 - 12

Kennari: Tinna Laufdal

Taka með: 

Heklunál nr. 4,5 og 2 dokkur viðeigandi garn í sitthvorum litnum.

Skæri og saumnál

Tungumál: Íslenska

 

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
11 Í boði