Námskeið á íslensku

Duggari
Duggari

Duggarapeysur - Sigurlaug Hauksdóttir

„Gansey“ – „Genser“ – „Vissers Truien“ – „Duggarapeysur“ 

Á námskeiðinu verður stuttlega farið í sagnfræði flíkurinnar, hvernig þær voru prjónaðar og hvernig farið var að því án uppskrifta. Þátttakendur setja svo saman sína eigin nútíma peysur sem byggðar eru á þessum hefðbundnu aðferðum og munstrum. Unnið er með því garni sem hverju og einu okkar hugnast þar sem grófleiki og prjónfesta er persónubundin en ekki fyrirskipuð. Farið yfir máltöku og útreikninga. 

Hvenær: Laugardagur 8. júní kl: 13.45 - 16.45

Kennari: Sigurlaug Hauksdóttir

Taka með: Garn og prjóna í viðeigandi stærð en námskeiðinu fylgja útreikningsblöð og sýnishorn af algengum munstrum, auk  tilbúinnar uppskriftar. 

 Tungumál: Íslenska

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
12 Í boði