Námskeið á íslensku

Áferð
Áferð

Áferðir og leikur að litum - Helga Jóna Þórunnardóttir

Þátttakendur munu læra spennandi prjóntækni, vinna með mismunandi garn og liti til að skapa fallega áferð í prjóni. Þessa kunnáttu er hægt að nýta í hin ýmsu prjónaverkefni, hvort sem það er í flíkur, púða, töskur eða eitthvað enn annað. 

Hvenær: Laugardagur 8. júní kl: 9 - 12

Kennari: Helga Jóna Þórunnardóttir

Taka með:

-Garnafganga í mismunandi litum og gerðum. Gjarnan svolítið Silkmohair og ullargarn. Helga Jóna verður með svolítið garn meðferðis en etv geta þátttakendur skipst svolítið á garni ef þarf, til að gera úrvalið enn breiðara af litum og gerðum.

-Prjóna í mismunandi stærðum.

-Prjónasnúru, stoppunál, skæri. 

Tungumál: Námskeiðsgögn eru á dönsku en kennt verður á íslensku og því upplagt að taka blýant með og skerpa á dönsku prjónamáli.

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
8 Í boði