Námskeið á íslensku

að opna peysu
að opna peysu

Að opna peysu - Sigurlaug Hauksdóttir

Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða aðferðir er hægt að nota til að opna peysur sem prjónaðar eru í hring. Meta þarf hvaða aðferð hentar hverju sinni út frá því hvernig hráefnið er og því hvort uppklippilykkjurnar eru sléttar eða brugnar. Farið verður yfir hvernig reiknað er og tekið er upp fyrir listum og köntum, nokkrar aðferðir við hnappagöt, almennan frágang og mögulegar reddingar.

Tilvalið er fyrir þátttakendur að koma með peysu sem þeir eru að vinna að eða hafa lokið en eiga eftir að opna og fá aðstoð við að koma sér af stað í verkefninu.

Hvenær: Sunnudagur 9. júní kl: 9 - 12

Kennari: Sigurlaug Hauksdóttir

Taka með: Gamla ullarpeysu sem má æfa sig á eða prufur sem prjónaðar hafa verið með það fyrir augum að opna þær og setja á þær lista. Samsvarandi garn og prjóna.

Nauðsynleg kunnátta: Almenn prjónakunnátta er nauðsynleg.

Tunugmál: Íslenska

 

 

 

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
11 Í boði