Starfsnám nemenda frá Håndarbejdes Fremmes UCC

Amanda, Christine og Saskia, nemendur frá UCC Professionshøjskole (textílskóli í Kaupmannahöfn) dvelja í Kvennaskólanum í þrjár vikur í janúar í sínu fyrra starfsnámi. Þær vinna að Vatndælu á refli,  bæði sauma út og útbúa útsaumspakkningar til sölu. 

Í skólanum í Kaupmannahöfn eru tvö tímabil þar sem nemar fara út að vinna að textíltengdum verkefnum. Fyrra tímabilið er í janúar á öðru ári og stendur yfir í þrjár vikur. Þar eiga nemendur að vinna undir handleiðslu leiðbeinanda, fylgjast með, kynna sér rekstur og framkvæmd verkefna.

Seinna tímabilið hefst um sumarið á þriðja ári og stendur yfir í 17 vikur. Því tímabili eiga þeir kost á að deila upp á milli staða. Þar vinna þeir sjálfstætt og eiga að standa fyrir ýmsum verkefnum t.d. námskeiðum, fyrirlestrum og sýningum.

Nemendur frá skólanum hafa komið árlega og unnið í reflinum síðan 2012.