Nemendur í textíllistamiðstöðinni

Fjórir danskir nemendur KP Professionshøjskole i Kaupmannahöfn eru að dvelja í Textíllistamiðstöðina í janúar 2021. Nemendur eru Josephine Franckaert, Sofie Olsen, Elena Westerhof og Nanna Sørensen. Í starfsnáminu munu þær læra hvernig er að koma af stað stórum útsaumsverkefnum eins og Vatnsdælu reflinum og þær munu kynna sér allar hliðar hans.
 
Einnig er kominn tími til að yfirfæra næstu teikningu sem er 6metrar á refilinn sem þær gera ásamt því að sauma sem ákafast í þrjár vikur á meðan dvölinn stendur. Þeim verður boðið í fræðsluferð um Vatnsdalinn og að Þingeyrum til að sjá slóðir þeirra sem eru að birtast smátt og smátt í reflinum með saumaskapnum.
 
Þetta er í 11. skiptið sem nemendur skólans koma til okkar.