Sigrún Helga Indriðadóttir

Sigrún Helga Indriðadóttir er handverkskona, garðyrkjufræðingur, bóndi og húsmóðir. Hún hefur einnig kennt grunnskólabörnum textíl, myndmennt og smíðar. Sigrún hefur sótt fjölmörg námskeið i hverkonar handverki, flóka, spuna, útsaumi, tálgun, hrosshári, horni og beinum, silfursmíði, skrautskrift og fleiru. Ullin heillar og annað náttúrulegt hráefni, endurvinnsla, endurnýting gefur óteljandi möguleika til sköpunar list- og nytjahluta. 

Á Stórhól rekur Sigrún Rúnalist Galleri, verslun með fjölbreyttum afurðum Beint frá Býli, list-, nytja- og matarhandverk.

Sjá www.runalist.is / fb. Rúnalist Gallerí -Stórhól