Margrét Katrín Guttormsdóttir

Margrét Katrín Guttormsdóttir lauk BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2021 sem og diplóma í Textílhönnun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2018. Hún er með bakgrunn í dansi en útskrifaðist af dansbraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur það enn áhrif á hennar þróun og verkefni. Ásamt Ragnheiði Stefánsdóttur myndar hún teymið Þráðlausar sem má rekja til ársins 2018 þar sem þær endurvinna textíl í húsgögnum með vefnaði.
Hún vinnur að textíltilraunum í tengslum við tækni og efnishönnun og hefur komið fram í Talking Textiles, tímariti sem gefið er út í tengslum við New York Textile Month. 
 
Margrét er núverandi verkefnastjóri textílLabsins hjá Textílmiðstöð Íslands.
 
Margrét Katrín