Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir

Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir er handverks og prjónakona mikil. Hún lærði að prjóna 4 ára og hefur allar götur síðan alltaf verið með nokkur verkefni í gangi. Hún er mikil áhugamanneskja um prjóntækni og sökkvir sér reglulega í frekari lærdóm á því sviði. Lilja kláraði handmenntabraut til stúdentsprófs í FB og fór þaðan til London og lærði skóhönnun í University of the Arts.

Síðustu ár hefur hún verið með prjónanámskeið í Garnbúð Eddu, meðal  þeirra eru sokkanámskeið sem huga sérstaklega að því að nemendur læri að sníða sokkin fullkomlega að sínum fæti. 

Hægt er að fylgjast með handverki hennar á instagram undir nafninu @liljaknittar

 Lilja Dröfn