Jónína Vilborg Karlsdóttir

Jónína Vilborg er menntaður textílkennari og kennir textílmennt í Lundaskóla á Akureyri. Hún hefur mikinn áhuga á list- og verkgreinakennslu og hefur bætt við sig námi á því sviði. Hún hefur unnið með duftliti í nokkur ár og kennir m.a. nemendum sínum á unglingastigi að lita garn sem þeir svo prjóna sér vettlinga úr.

Á Prjónagleði 2021 mun Jónína kenna námskeiði ,,Handlitun á garni með duftlitum".