Dagný Hermannsdóttir

Dagný Hermannsdóttir er textílkennari að mennt. Hún er forfallin hannyrðakona og vart líður sá dagur að hún nái ekki að prjóna dálítið. Hún hefur mikið yndi af ferðalögum og undanfarið hefur hún sameinað þessi áhugamál og gerst fararstjóri í prjóna- og menningarferðum til Lettlands á vegum ferðaskrifstofunnar Mundo.

Dagný hefur frá unga aldri haft brennandi áhuga á handverki og ræktun og  segja má að það taki á sig ýmsar myndir eins og til dæmis að rækta góðgerla og framleiða handverksmatvæli. Hversdags er hún súrkálsdrottning á daginn en þau hjónin framleiða ,,Súrkál fyrir sælkera” og hún skrifaði einnig samnefnda bók.

Dagný er mikil ,, dellukelling” og á það til að taka rispur í alls kyns áhugamálum en þau tengjast alltaf annaðhvort ræktun eða handverki af einhverju tagi.

Á Instagram er hana að finna undir https://www.instagram.com/prjona_dagny/

 

Dagny