Hagnýtar upplýsingar fyrir gesti Prjónagleðarinnar

Sóttvarnir
  • Það er grímuskylda á Prjónagleðinni þar sem við teystum okkur ekki til að tryggja 2m nálægðarmörk milli óskyldra aðila á öllum dagskrárliðum hátíðarinnar. 
  • Hugið vel að persónulegum sóttvörnum og sýnið tillitsemi.
Upplýsingar á Prjónagleðinni
Á bás Prjónagleðinnar á Garntorginu má leyta upplýsinga um hvað eina sem að hátíðinni kemur. Þar verður einnig hægt að kaupa prjónaarmbönd.
 
Prjónaarmbönd
Prjónaarmböndin fást í bás Prjónagleðinnar á Garntorginu og kosta 3000 kr.  Þeir sem keypt hafa armbönd á netinu þurfa að sækja þau þangað gegn framvísun kvittunar. 
Með því að kaupa prjónaarmband þá styður þú við þennan magnaða viðburð sem Prjónagleðin er.
Prjónaarmbandinu fylgir jafnframt aðgangur að öllum fyrirlestrum hátíðarinnar og á opnunargleðina á föstudagskvöldið. Alls konar afslættir hjá samstarfsaðilum Prjónagleðinnar fylgja í kaupbæti og síðast en ekki síst gætir þú unnið í lukkuleik Garntorgsins.
 
Námskeið
Hér að neðan er upplýsingar um tíma og staðsetningar námskeiða Prjónagleðinnar.
Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega, svo námskeiðin geti hafist á réttum tíma og taka með sér þau áhöld og efni sem talað er um í námskeiðslýsingum. 
Hægt er að bóka sig á námskeið, fram á síðustu stundu á bás Prjónagleðinnar á Garntorginu.
Taflan:
 
 
 
Fyrirlestrar:
Ekki þarf að skrá sig á fyrirlestra en til þess að komast á þá þarf að framvísa prjónaarmbandi.
Tafla með fyrirlestrum: