Dagskrá Prjónagleði 2024
NÁMskeið, fyrirlestrar og Viðburðir
(MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR)
Fimmtudaginn 6. júní
10:00 - 17:00 Heimilisiðnaðarsafnið opið
Aðgangseyrir 1600 kr fyrir þá sem eru með prjónaarmband
14:00 - 23:00 Gallerí Ós opið, Húnabraut 21.
20.00 - 23.00 Hitað upp fyrir Prjónagleðina hér og þar á Blönduósi.
Blönduósingar bjóða heim í prjónahittinga víðs vegar um bæinn.
- Heiðarbraut 7. Gestgjafar: Þórdís Erla Björnsdóttir og Rúna Tryggvadóttir
- Melabraut 5. Gestgjafar: Hanna Kristín Jörgensen og Jóhanna Erla Pálmadóttir
- Húnabraut 21 - Gallerí Ós: Gestgjafar: Henny Rósa og Harpa Bjarnadóttir.
Föstudaginn 7. júní
10:00 - 17:00 Heimilisiðnaðarsafnið opið
Aðgangseyrir 1600 kr fyrir þá sem eru með prjónaarmband
12:00 - 16:00 Ullarþvottastöð Ístex: Opið hús og leiðsögn í boði
Opið hús og leiðsögn í boði í Ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi, Efstubraut 2..
Aðgangur ókeypis
13:00 - 17:00 Sveitaverslunin á Hólabaki opin
Hólabak er staðsett við þjóðveg nr. 1 um 22 km. vestan Blönduóss.
Verslunin sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hágæða vefnaðar- og gjafavörum undir vörumerkjunum LAGÐUR og TUNDRA. Í boði eru fjölbreyttar vörur, m.a. púðaver, töskur, sængurfatnaður, svuntur, ilmkerti, handklæði og ýmsir nytjahlutir fyrir eldhúsið, o.fl. Margar af vörunum eru aðeins framleiddar í litlu upplagi og eru ekki til sölu í öðrum verslunum.
Sjá nánari upplýsingar um vörurnar á www.tundra.is og um verslunina á www.holabak.is.
Öll velkomnin og heitt á könnunni.
14:00 - 17.00 Prjónanámskeið
Nánari upplýsingar og kaup á námskeiðum má finna
14:00 - 20:00 Gallerí Ós opið, Húnabraut 21.
16:00 - 18:30 Garntorgið í Íþróttamiðstöðinni opið
Hjarta Prjónagleðinnar - iðandi prjónamannlíf
Aðgangur ókeypis
19:30 Sýning Bergrósar Kjartansdóttur Sjalaseiður opnar í Félagsheimilinu.
Aðgangur ókeypis.
20:00 Velkomin á Prjónagleði 2024 með Helgu Jónu Þórunnardóttir og Bergrós Kjartansdóttir - dagskrá í Félagsheimilinu
Kaffi og drykkir seldir á staðnum.
Prjónað fram eftir kvöldi.
Hlökkum til að sjá sem allra flest!
Laugardaginn, 8. júní
9:00 - 12:00 Prjónanámskeið
Hér birtist dagskrá og stofutafla námskeiða í vikunni fyrir Prjónagleði.
9:00 - 10:00 Gengið um gamla bæinn með prjónana með Berglindi Björnsdóttur.
Komdu með í um klukkustundar gönguferð um gamla bæinn á Blönduósi þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarið. Létt og ljúf ganga með alls kyns misgáfulegum sögum um algjörlega óþörf en skemmtileg atriði þessarar vel geymdu perlu staðarins. Hittumst fyrir framan Hótel Blönduós kl. 9.
10:00 - 17:00 Heimilisiðnaðarsafnið opið
Aðgangseyrir 1600 kr fyrir þá sem eru með prjónaarmband
10:00 - 20:00 Gallerí Ós opið, Húnabraut 21.
11:00 - 13:00 Ullarþvottastöð Ístex: Opið hús og leiðsögn í boði
Opið hús og leiðsögn í boði í Ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi, Efstubraut 2..
Aðgangur ókeypis
11:00 - 18.00 Garntorgið í Íþróttamiðstöðinni opið
Hjarta Prjónagleðinnar - iðandi prjónamannlíf
Aðgangur ókeypis.
11:00 - 18:00 Sýning Bergrósar Kjartansdóttur Sjalaseiður í Félagsheimilinu.
Aðgangur ókeypis.
12:30 - 13:30 Fyrirlestur í Félagsheimilinu.
Hannyrðapönkarinn Sigrún Bragadóttir fræðir okkur um hannyrðapönkið og hvernig hægt er að hafa áhrif á samfélagið með handavinnuna að vopni.
Maja Siska mun halda fyrirlestur á ensku um íslensku ullina, hinar sunnlensku Spunasystur og Ullarvikuna á Suðurlandi sem haldin verður í október 2024.
Aðgangur: prjónaarmband
13:00 - 17:00 Sveitaverslunin á Hólabaki opin
Hólabak er staðsett við þjóðveg nr. 1 um 22 km. vestan Blönduóss.
Verslunin sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hágæða vefnaðar- og gjafavörum undir vörumerkjunum LAGÐUR og TUNDRA. Í boði eru fjölbreyttar vörur, m.a. púðaver, töskur, sængurfatnaður, svuntur, ilmkerti, handklæði og ýmsir nytjahlutir fyrir eldhúsið, o.fl. Margar af vörunum eru aðeins framleiddar í litlu upplagi og eru ekki til sölu í öðrum verslunum.
Sjá nánari upplýsingar um vörurnar á www.tundra.is og um verslunina á www.holabak.is.
Öll velkomnin og heitt á könnunni.
13:00 -16:00 Búðin opin (staðsett í sama húsnæði og Teni)
13:45 - 16:45 Prjónanámskeið
Hér birtist dagskrá og stofutafla námskeiða í vikunni fyrir Prjónagleði.
14:00 Ljósmyndasýning eftir Ársæl Aðalstein Árnason opnar í Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum.
17:00 - 18:00 Fyrirlestur í Félagsheimilinu.
Bergrós Kjartansdóttir er konan á bak við bókina Sjalaseið og mun í fyrirlestri sínum segja frá tilurð sjalanna og bókarinnar og hugarheim norrænu goðafræðinnar sem þar býr að baki. Fyrirlestur Bergrósar verður bæði á íslensku og ensku.
Aðgangur: prjónaarmband
20:00 - 23:30 Prjónagleðikvöld í Krúttinu.
Prjónakokteill, barinn opinn, prjónasamvera og bingó með Bandi og Bókum. (ath enginn matur)
Aðgangur ókeypis og ekki þarf að panta fyrirfram.
Sunnudagur 9. júní
9:00 - 12:00 Prjónanámskeið
Hér birtist dagskrá og stofutafla námskeiða í vikunni fyrir Prjónagleði.
10:00 Prjónamessa í Blönduóskirkju
Prestur er séra Edda Hlíf Hlífarsdóttir.
Kirkjugestum er velkomið að prjóna á meðan á guðsþjónustu stendur.
Öll hjartanlega velkomin!
10:00 - 14.00 Garntorgið í Íþróttamiðstöðinni opið
Hjarta Prjónagleðinnar - iðandi prjónamannlíf
Aðgangur ókeypis
10:00 - 14:00 Sýning Bergrósar Kjartansdóttur Sjalaseiður í Félagsheimilinu.
Aðgangur ókeypis
10:00 - 17:00 Heimilisiðnaðarsafnið opið
Aðgangseyrir 1600 kr fyrir þá sem eru með prjónaarmband
12:30 - 13:30 Fyrirlestur í Félagsheimilinu.
Skyggnst verður inn í hugarheim listakonunar og prjónahönnuðarins Tótu van Helzing,í fyrirlestri Völu Einarsdóttur systir hennar.
Aðgangur: Prjónaarmband
13:00 - 15:00 Opið hús í TextílLabinu, Þverbraut 1.
13:00 - 15:00 Búðin opin (staðsett í sama húsnæði og Teni)
13:00 - 17:00 Sveitaverslunin á Hólabaki opin
Hólabak er staðsett við þjóðveg nr. 1 um 22 km. vestan Blönduóss.
Verslunin sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hágæða vefnaðar- og gjafavörum undir vörumerkjunum LAGÐUR og TUNDRA. Í boði eru fjölbreyttar vörur, m.a. púðaver, töskur, sængurfatnaður, svuntur, ilmkerti, handklæði og ýmsir nytjahlutir fyrir eldhúsið, o.fl. Margar af vörunum eru aðeins framleiddar í litlu upplagi og eru ekki til sölu í öðrum verslunum.
Sjá nánari upplýsingar um vörurnar á www.tundra.is og um verslunina á www.holabak.is.
Öll velkomnin og heitt á könnunni.
13:00 - 18:00 Gallerí Ós opið, Húnabraut 21.
13:00 - 18:00 Listakot Dóru opið.
14:00 - 15:00 Samprjón í sundi