- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Á sýningunni Sjalaseiður sýnir Bergrós Kjartansdóttir sjöl sín úr samnefndri bók.
Bergrós er fædd og uppalin á Ísafirði, ættuð frá Hornströndum og Jökulfjörðum. Hún var gefin fyrir handverk frá unga aldri og heillaðist sérstaklega af þeirri einföldu tækni að prjóna. Hún hefur hannað bæði fyrir vélprjón og handprjón í gegnum tíðina, m.a. fyrir Ístex. Hún gefur út sínar eigin uppskriftir á tibra.is og þær er einnig að finna á Ravelry.
Hugmynd að eigin bók hafði blundað lengi í Begrós og er sjalaseiður ávöxtur þeirrar hugmyndar. Hún ákvað strax að uppskriftirnar og verkin í henni yrði ein heild og myndu hverfast um áhuga hennar á bókmenntum og ljóðum annarsvegar og svo handverki og hönnun hins vegar. Í bókinni eru ekki einungis uppskriftir heldur líka bæði ljóð og örsögur sem segja frá tilurð sjalanna sem tengjast norrænu goðafræðinni og rótum Bergrósar sem liggja til Jökulfjarða og Hornstranda.
//
At the Sjalaseiður exhibition, Bergrós Kjartansdóttir presents her shawls featured in her book of the same name. Bergrós, born and raised in Ísafjörður with roots in Hornstrandir and Jökulfjörður, has been passionate about crafts from an early age. She developed a particular fascination with the simple technique of knitting and has designed patterns for both machine knitting and hand knitting over the years, including contributions for Ístex. She publishes her patterns on tibra.is, and they are also available on Ravelry.
The idea of creating a book had been a long-cherished dream for Bergrós, and her book is the realization of that dream. She envisioned the patterns and the accompanying works as a cohesive whole, blending her interests in literature, poetry, crafts, and design. The book features not only knitting patterns but also poems and micro-stories that narrate the origins of the shawls, connecting them to Norse mythology and Bergrós's heritage in Jökulfjörður and Hornstrandir.
Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, eða Ásta eins og hún er kölluð, er afkastamikill prjónari sem lærði ung að árum af mömmu sinni. Hún hefur gaman af að hanna í
frítíma sínum þegar hún er ekki í vinnunni sem skjalastjóri. Hún hefur ferðast víða til að fá reynslu af prjóni, ull og jurtalitun. Hún nýtur þess að fara í langar
gönguferðir með fjölskyldu og vinum um hálendi Íslands þar sem hún leitar innblásturs. Hún prjónar mikið úr íslenskri ull og bandinu frá Einrúm enda vísa
litirnir sterkt í íslenska náttúru. Henni finnst ómetanlegt að vera umvafin prjónavinkonum sem hvetja hana til dáða, prufuprjóna og veita henni innblástur.
Hún hefur birt uppskriftir á Ravelry og í tímaritum ÍSTEX og Hugur og Hönd. Hægt er að fylgjast með @astthrudursif á Instagram.
//
Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, or Ásta as she is called, is a prolific Icelandic knitter who learned at a very young age from her mother. She enjoys designing in her
spare time when she is not working as an archivist. She travels the world for knitting, wool and dying experience. She loves to take long walks with her family
and friends in the Icelandic nature where she seeks inspiration. Ásta likes to use the Icelandic wool and the yarn from Einrum, as its colors capture the Icelandic
nature. She enjoys to meet up with her knitting groups and get encouragement and inspiration from all her great knitting friends. She has published patterns on
Ravelry and in the ÍSTEX journals and Hugur og Hönd. You can follow her on instagram @astthrudursif.