Fyrirlestar á Prjónagleði 2024

  

Prjónalíf Helgu Jónu Þórunnardóttir -Helga Jóna Þórunnardóttir

FÖSTUDAGUR 07.06.2024   

Tími: Á opnunarkvöldi Prjónagleðinnar sem hefst kl: 20.00

Í fyrirlestrinum mun Helga Jóna segja frá lífi sínu með prjóni, sem er fullt af alls konar skemmtilegheitum. Hún segir frá gerð bókarinnar “Handcraft” sem hún og Helga Isager unnu saman, sögur frá Skals Højskole, frá prjónaferðunum sínum og ýmsu öðru sem hún er að fást við. M.a. samvinnuverkefni margra prjónahönnuða í Danmörku og Isager. 

Helga verður með einhverjar prjónaflíkur með sér, sýnir þær og segir frá, og þær verður einnig hægt að skoða betur og máta.

Hvar: Félagsheimilið Blönduósi

Aðgangur: Prjónaarmband

Tungumál: Íslenska

Helgaj

 

 

Shawls of Myth and Magic - Bergrós Kjartansdóttir

Friday the 7th of June 2024  

Time: At The opening night at Prjónagleði which starts at 20 PM.

Dive into the enchanting world of "Shawls of Myth and Magic" with Bergrós Kjartansdóttir! Join her captivating lecture as she unveils the inspiration behind the beautiful shawls and the creation of the book and her exhibition. Discover the intricate blend of literature, poetry, craftwork, and design that breathes life into each page of her beautiful book.

Where: FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDUÓSI

Admission: Weekend bracelet

Language: English

 shawlsofmandm

 

Hannörðapönk - Sigrún Bragadóttir Hannyrðapönkari

LAUGARDAGURINN 08.06.2024

Tími: 12.30 - 13.30

Hannyrðapönk er samsett úr orðunum hannyrðir/handverk + pönk og er frjálsleg þýðing á enska orðinu „craftivism“, samsett úr ensku orðunum craft + activism.

Í fyrirlestri sínum á Prjónagleðinni fer Sigrún Bragadóttir Hannyrðapönkari yfir grunnatriðin í stefnuyfirlýsingu hannyrðapönksins, Craftivism Manifesto, og hvaða þýðingu hugtakið hannyrðapönk hefur í hennar eigin aktívisma.

Sigrún hefur notað hannyrðapönkið í úrvinnslu áfalla sem og aktívisma gegn kynbundnu ofbeldi, en einnig sem farveg til að efla sköpunarkraft í kennslu listgreina á grunn- og framhaldskólastigi.

Sigrún mun fjalla um ólíkar birtingamyndir hannyrðapönks í gegnum tíðina og hvernig fólk hafi geti látið gott af sér leiða með handavinnu, handverki og/eða hannyrðum sínum.

Þar að auki fer Sigrún yfir heilsubætandi áhrif hverskyns handavinnu á heilsu fólks og hvernig fólk geti notað hannyrðapönk til að sleppa tökunum á skilyrtum sköpunarkrafti og þannig aukið gleðina í því að skapa óháð lærðum skilyrðingum.

HVAR: FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDUÓSI

AÐGANGUR: PRJÓNAARMBAND

TUNGUMÁL: ÍSLENSKA

hannyrdaponk

 

Icelandic Wool, Spinning Shepherdesses, and South Iceland Woolweek - Maia Siska

Saturday THE 8TH OF JUNE 2024 

Time: 12.30 - 13.30 PM

The lecture will give a brief overview of the history of Icelandic sheep and wool from Viking times to today. Maja will then talk about the Spinning Sisters and explain the effect wool knowledge has on sheep breeding in their local area. And last but not least the focus will be on the cooperation between local wool women, namely the Coop Thingborg,  which leads to the biannual event South Iceland Woolweek, and what to expect to find there.

Maja Siska is a textiler, maker, and architect as well as running guest cottages on her farm in the South of Iceland. She has been a handspinner and knitter since early childhood and is interested in all manners of making.

For the past 10 years, she has been fascinated by the Icelandic sheep and its wool. She has made a series of works from raw wool: www.majasiska.is

Maja has taught hand spinning in Iceland, at PLYaway USA, and at Shetland Woolweek. She designs knitting patterns and is majasiska on Ravelry. She is also the event coordinator for South Iceland Woolweek.

WHERE: FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDUÓSI - Bíósalur

ADMISSION: WEEKEND BRACELET

LANGUAGE: ENGLISH

maiasiska

 

meme

 

Sjalaseiður Bergrósar Kjartansdóttir

LAUGARDAGURINN 08.06.2024

Tími: 16.00 - 17.00

Bergrós Kjartansdóttir er konan á bak við bókina Sjalaseið og mun í fyrirlestri sínum segja frá tilurð sjalanna og bókarinnar og þeim hugarheimi sem þar býr að baki.

Sjalaseiður er heilstætt verk og uppskriftirnar hverfast um áhuga Bergrósar á bókmenntum og ljóðum annarsvegar og svo handverki og hönnun hins vegar. Sigrún, sem hefur hannað mikið bæði fyrir handprjón og vélprjón í gegnum árin, er einnig bókmenntafræðingur og gullsmiður og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á að tengja saman akademísk fræði og handverk vegna ástríðu hennar fyrir heimilisiðnaði og þeirri hugmynd að bæta megi heiminn með því að fólk búi sjálft til heima hjá sér það sem það langar í.  Það er mikil heilun og ró sem felst í prjóninu og það er auðvelt að hugleiða um leið þá texta sem í bókinni eru. Þar eru ekki bara uppskriftir heldur líka bæði ljóð og örsögur sem segja frá tilurð sjalanna sem tengjast norrænu goðafræðinni og rótum Sigrúnar sem liggja til Jökulfjarða og Hornstranda.

HVAR: FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDUÓSI

AÐGANGUR: PRJÓNAARMBAND

Tunugmál: Íslenska

sjalaseidur

Bergros

 

 

Hugarheimur Prjónahönnuðar - VAla Einarsdóttir

Sunnudagur 09.06.2024

Tími: 12.30 - 13.30

Fyrirlestur um hugarheim og sköpunarferli listsamannsins og prjónahönnuðarins Tótu Van Helzing.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir sköpunarferlið hennar, virðingu fyrir efniviðnum, sjálfbærni sjónarmið og hugerkkið sem þarf til að fylgja aldrei uppskrift. Verkin hennar eru framsæknar tilraunir á prjónatækni og liggja á mörkum listar, handverks og tísku. Ennig verður farið í hugmyndafræðina á bakvið sýninguna House of Van Helzing.

Tóta Van Helzing (1990 - 2021) var listamaður og prjónahönnuður. Hún útskrifaðist af listabraut Tækniskólans, lagði stund á nám í textílhönnun við Glasgow School of Art og vann í kvikmyndaiðnaðinum samhliða listsköpun sinni. Í gegnum árin tileinkaði Tóta sér margar aðferðir listsköpunar en valdi prjón sem tjáningarform snemma á ferlinum. Sjálfbærni er rauður þráður í verkum hennar og er allur efniviður í peysunum hennar úr endurunnu garni sem hún fékk á nytjamörkuðum eða gefins.

Fyrirlesari er Vala Einarsdóttir listrænn stjórnandi og systir Tótu Van Helzing.

HVAR: Félagsheimilið Blönduósi

AÐGANGUR: PRJÓNAARMBAND

TUNGUMÁL: ÍSLENSKA

Totavanh

valae