Textílmiðstöð Íslands

 ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI

 

Textílmiðstöð Íslands 

 ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI

 • Rannsóknir

  Rannsóknir

  Hjá Textílmiðstöðinni er stunduð öflug rannsóknir- og þróunarstarfsemi. 

  Lesa meira
 • Listamiðstöð

  Listamiðstöð

  Listamiðstöð er ætluð alþjóðlegum textíllistamönnum og sérfræðingum og tekur við umsóknum allt árið.

  Lesa meira
 • Prjónagleði

  Prjónagleði

  Prjónagleðin - Iceland Knit Fest er prjónahátið haldin árlega á Blönduósi.

  Lesa meira
 • Námsver

  Námsver

  Boðið er upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu, aðgangi að fjarfundabúnaði og próftöku. 

  Lesa meira
 • Kvennaskólinn

  Kvennaskólinn

  Textílmiðstöð starfar í fallegu og sögufrægu húsi, Kvennaskólanum á Blönduósi. 

  Lesa meira
 • Útgefið efni

  Útgefið efni

  Textílmiðstöð tekur þátt í útgáfu fræði- og upplýsingarita.

  Lesa meira
Á prjónunum

TextílLab

 • opnun fyrstu stafrænu textílsmiðjunnar á Íslandi 

  Þann 21. maí 2021 var opnað TextílLab á Blönduósi. TextílLab er á vegum Textílmiðstöðvar Íslands og eina stafræna smiðjan á Íslandi sem leggur fyrst og fremst áherslu á textíl. Í textíllabinu má bæði finna grunntæki stafrænna smiðja einsog vinylskera og leiserskera auk þeirra sérhæfðu tækja sem eru stafrænir vefstólar, nálaþæfingarvél og von er á á stafrænni prjónvél sem byggir á nýjum hugbúnaði og möguleikum í prjóni. Innleiðing stafrænnar tækni í textíl er gríðarlega mikilvægt skref ekki síst útfrá umhverfissjónarmiðum og menntun nýrra kynslóða.

  Fjármögnun uppbyggingarinnar er í gegnum styrki og þátttöku í stóru Evrópuverkefni Centrinno, styrk úr Innviðasjóði, Lóu-nýsköpunarstyrkur á landsbyggðinni og Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Mikilvægur þáttur í nýtingu aðstöðunnar er uppbygging náms á háskólastigi þar sem verklegi þátturinn er jafnframt aðgengilegur fleirum.

  Á næstu vikum er verið að skipuleggja námskeið og opnunartíma en nýr starfsmaður tekur til starfa þann 1. október næstkomandi.

   

       

   

  LESA MEIRA

   

   

Fréttir