Textílmiðstöð Íslands
ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI
ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI
ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI
Listamiðstöð er ætluð alþjóðlegum textíllistamönnum og sérfræðingum og tekur við umsóknum allt árið.
Boðið er upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu, aðgangi að fjarfundabúnaði og próftöku.
Textílmiðstöð starfar í fallegu og sögufrægu húsi, Kvennaskólanum á Blönduósi.
Einstakt tækifæri -
alþjóðlegur styrkur til Textílmiðstöðvarinnar
Textílmiðstöð Íslands tekur þátt í stóru Evrópuverkefni CENTRINNO undir áætluninni Horizon 2020, ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið er ætlað til þriggja og hálfs árs og snýst um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta. Mikil áhersla er lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni.
Að verkefninu standa 26 stofnanir og fyrirtæki í níu löndum, þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kauphannahöfn, FabLab Zagreb, Tallinn University of Technology, Comune di Milano og WeMake í Milan. Verkefni hófst 1. september 2020.
Blönduós Old Town
Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson