Textílmiðstöð Íslands 

 ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI

Textílmiðstöð Íslands

 ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI

 

 • Rannsóknir

  Rannsóknir

  Hjá Textílmiðstöðinni er stunduð öflug rannsóknir- og þróunarstarfsemi. 

  Lesa meira
 • Listamiðstöð

  Listamiðstöð

  Listamiðstöð er ætluð alþjóðlegum textíllistamönnum og sérfræðingum og tekur við umsóknum allt árið.

  Lesa meira
 • Prjónagleði

  Prjónagleði

  Prjónagleðin - Iceland Knit Fest er prjónahátið haldin árlega á Blönduósi.

  Lesa meira
 • Námsver

  Námsver

  Boðið er upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu, aðgangi að fjarfundabúnaði og próftöku. 

  Lesa meira
 • Kvennaskólinn

  Kvennaskólinn

  Textílmiðstöð starfar í fallegu og sögufrægu húsi, Kvennaskólanum á Blönduósi. 

  Lesa meira
 • Útgefið efni

  Útgefið efni

  Textílmiðstöð tekur þátt í útgáfu fræði- og upplýsingarita.

  Lesa meira

Í sviðsljósinu

 • Sýningar um allan heim 

  Þegar listafólk sem dvalið hefur í listamiðstöðinni yfirgefur Blönduós tekur oft við annarsamur tími við sýningarhald og áframhaldandi skapandi vinnu. 

  Á síðustu árum hafa verk eftir textíllistamenn sem dvalið hafa hjá okkur verið sýnt hjá Art Brussels (Hannah Epstein), Lake Como Design Fair (Signe Emdal), Textile Arts Center í Manhattan (Ýr Jóhannsdóttir), Fashion Pop Montreal (WhiteFeather Hunter), Penland Gallery (Amy Tavern) og San Francisco Museum of Craft and Design (Christy Madson).

  Margir textíllistamenn eru menntaðir sem fatahönnuðir og vinna við eigin fatalínur (Hollie WardAnja Alexandersdóttir). Perluútsaum eftir Shoko Tsuji má sjá á hátiskufatnaði hjá Chanel Fall 2019. Áhugaverð einkasýning Hönnu Norrna var haldinn í Gautaborg í Svíþjóð nýlega, en hún var að vinna á Tc2 stafrænan vefstóll í listamiðstöðinni í vetur. 

  Hægt er að fylgjast með listamönnum sem hafa dvalið í listamiðstöðinni á Instagram eða heimasíðum þeirra

   

   

   

   

  Listaverk eftir Hönnu Norrna:

  Förlåten / The veil
  silk, copper, glass pearls, copper stick

  Ljósmynd: Hedda Rabe

Dagatal