Spennandi starf!

Textílmiðstöð Íslands auglýsir eftir öflugum aðila í nýtt og spennandi starf við uppbyggingu TextílLabs á Blönduósi. Um er að ræða einstakt tækifæri til að móta og þróa nýtt starf þar sem fléttast saman aldagömul textílhefð okkar Íslendinga og fjórða iðnbyltingin.

Helstu verkefni og ábyrgð:
  • Tekur á móti einstaklingum og hópum og kynnir möguleika smiðjunnar
  • Leiðbeinir notendum og veitir tæknilega leiðsögn
  • Tekur virkan þátt í að aðstoða frumkvöðla og sprotafyrirtæki í textíl nýsköpun
  • Heldur utan um og framfylgir viðhaldi og hreinlæti á tækjabúnaði
  • Heldur utan um skráningar, heimsóknir og önnur töluleg gögn
  • Annast kennslu á tækjabúnað og heldur reglulega námskeið
  • Tekur þátt í gerð og þróun námsefnis og námskeiða
  • Tekur þátt í öðrum tilfallandi verkefnum hjá Textílmiðstöðinni.
Hæfniskröfur:
  • Brennandi áhugi á því að móta sitt starf með tilliti til fjórðu iðnbyltingar 
  • Iðn- eða háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur
  • Þekking á hönnunarforritum tengd stafrænni tækni kostur
  • 2D og 3D hönnunar forrit, myndvinnsla ofl.
  • Þekking á framleiðsluferlum textíls kostur
  • Reynsla af notkun FabLab kostur
  • Lipurð í samskiptum og þjónustulund
  • Starfið kemur til með að gera mikla kröfu á sjálfstæði og frumkvæði
Frekari upplýsingar um starfið:
Textílmiðstöð Íslands sem staðsett er á Blönduósi hefur nýlega sett upp stafræna smiðju sem er sérhæfð í rannsóknum og framleiðslu á ýmiskonar textíl tengdum verkefnum. Uppbygging smiðjunnar hlaut styrk úr Innviðasjóði og verkefnið er unnið í samstarfi við Evrópuverkefnið Centrinno, samstarfsverkefni 9 evrópskra borga með það markmið að endurvekja textíliðnað í Evrópu. Jafnframt hlaut uppbygging TextílLabs og TextílKlasa nýverið styrk úr Lóu - Nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni. Mikil áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun til fullvinnslu á innlendu hráefni.
 
Um er að ræða 50-100% stöðugildi. Verkefnisstjórinn mun halda utan um daglega starfsemi, svo sem opinn tíma fyrir almenning, viðhald og þrif á tæknibúnaði, umsjón með húsnæði, skipulag á námskeiðum og móttöku hópa og einstaklinga. Um mjög fjölbreytt starf er að ræða þar sem skipulag og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvæg, í bland við frjóa hugsun og útsjónarsemi við úrlausn verkefna.

Umsóknarfrestur er til 10 ágúst.
Nánari upplýsingar veitir Elsa Arnardóttir í síma 694 1881, netfang; elsa@textilmidstod.is