Opnir dagar í TextílLab & tuftbyssu vinnustofa

Verið velkomin í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni 28 & 29. janúar nk.!

Athugið að á laugardeginum er einnig í boði tuftbyssu vinnustofa kl. 13:00 - 16:00. Þar lærum við að nota tuftbyssu og búa til mjúkt veggverk! Allt efni er innifalið í verði (2000 kr.). Einnig fyrirlestur um tufttæknina og aðstoð við sköpunarferli. 

Hægt er að skrá sig hjá Margréti: margret.katrin@textilmidstod.is