,,Konur sem veita okkur innblástur” - sýning

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á sýningu okkar; ,,Konur sem veita okkur innblástur” sem opin verður í anddyri sundlaugar Blönduóss - Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi frá 22. - 29. ágúst 2025.

Anka Pintar og Nina Arnuš textíllistakonur eru frá Škofja Loka í Slóveníu, en þær dvelja nú í ágúst í Textíllistamiðstöðinni.

Í gegn um textíl samfélag sitt í Breje preja nýta þær textíllist sem aðgerðarsinnar í femínískum aðgerðum - þær fagna sögum, röddum og sköpun kvenna. Verk þeirra sameina kynslóðir og menningu, breyta textíllist og sameiginlegri sköpun í athafnir sem ýta undir samstöðu, sýnileika sem og breytingar.

Á sýningunni ,,Konur sem veita okkur innblástur” sýna þær útsaumaðar myndir og sögur sem Anka og Nina hafa safnað saman til að heiðra styrk, mikilvægi, visku og fegurð kvenna í gegn um kynslóðir. Eins og í öðrum verkefnum þeirra ber hver saumur minningu og mótlæti, hver þráður tengir þær nánar - hver við aðra, við fortíð og framtíð jafnréttis og virðingar sem okkur öll dreymir um.