Fréttabréf haustið 2023

Fréttabréf haustið 2023

Það er margt spennandi að gerast hjá okkur í Textílmiðstöðinni! Við sendum út fréttabréf (á ensku, þar sem flestir áskrifendanna eru enskumælandi) tvisvar á ári, bæði vor og haust, þar sem við segjum frá verkefnum sem við erum að vinna að og það sem framundan er.

Frá því að síðasta fréttabréf kom út í vor höfum við byrjað á „Tracks4Crafts“, ferðast til Kaupmannahafnar og Genfar á síðasta CENTRINNO samstarfsfundinn, haldið sjöundu Prjónagleðina, lokið NORA samstarfinu „Wool in the North“ (hér eru myndbönd) og kennt á „fibre-focused“ námskeiði í Noregi. Við höfum tekið á móti skóla- og nemendahópum, haldið opið hús, verið með námskeið og eignast nýjar græjur (flosbyssur og kembivél!) fyrir TextílLabið. Í samstarfi við BioPol og Ístex, byrjuðum við á verkefninu Fjólublár, en það snýst um að búa til sjálfbært litunarferli fyrir íslensku ullina með fjólublárri litarefnisframleiðslu frá bakteríunni Janthinobacterium lividum.

Í samstarfi við Federica Valli, framkvæmdastjóra Lottozero TextileLab í Prato á Ítalíu, settum við upp kynninguna Ullarheimar á Blönduósi, en á henni voru sýnd verk sem búin voru til í TextílLabinu okkar. Ós Textíllistamiðstöð tók á móti listamönnum frá 19 mismunandi löndum, við tókum þátt í Res Artis ráðstefnunni í London og sáum um nokkra tugi háskólaprófa í Kvennaskólanum. Sjá nánar hér fyrir neðan! 

Fjólublár og Ullarheimar, tvö verkefni sem unnin eru í TextílLabinu. Valgerður Jónsdóttir hönnuður bjó til teppi úr úrgangsull. Teppið var sýnt í Krúttinu, Blönduósi.


Tracks4Crafts 

Hversu mikið þarf að vera unnið í höndum til að það teljist handverk? Er munur á listafólki og handverksfólki? Hver eru núverandi viðhorf til hönnunar og hvað vantar upp á í verkmenntun? Það eru spurningar sem þessar sem við skoðum innan ramma Horizon 2022, evrópska samstarfsverkefnisins Tracks4Crafts. Eftir fyrsta fundinn í Antwerpen í mars hittist samstarfshópurinn (í honum eru frumkvöðlar eins og við, fulltrúar frá Háskólanum í Antwerpen, frá I Panthéon-Sorbonne háskólanum í París og meðlimir frá Association of European Open Air Museums og World Crafts Council Europe) í annað sinn í Flórens á Ítalíu 14.-16. nóvember til að ræða næstu skref. 

Það eru mörg tækifæri fyrir Textílmiðstöðina. Við viljum vita hverjar þarfir handverksfólks eru og greina þær; þróa vinnustofur og viðburðir, ræða atriði eins og eignarhald, hönnun vs. listir, blandaðar kennsluaðferðir og listamiðstöðvar sem vettfang fyrir menntun. Unnið verður að Tracks4Crafts verkefninu fram til 2027.

Lokafundur CENTRINNO 

Þvílíkt ferðalag sem þetta verkefni hefur verið! Við vissum ekki við hverju væri að búast þegar við ákváðum að taka þátt í CENTRINNO árið 2020. En við vorum mjög spennt fyrir því að taka þátt í stóru Evrópuverkefni þar sem áherslan væri á að skoða hvernig saga svæðis getur stutt við sköpun og framleiðslu. Við vissum hvaða markmiðum við vildum ná: að þróa Textílmiðstöðina enn frekar sem líflega miðstöð fyrir frumkvöðla þar sem meginreglum hringrásarhagkerfis er fylgt og rannsaka stöðuna eins og hún er hvað varðar hannyrðahefðir og textílvinnu á Íslandi. Markmið okkar var einnig að vekja athygli á þeim tækifærum til nýsköpunar, menntunar og framleiðslu sem íslenski textíliðnaðurinn býður upp á.

Þremur árum síðar er staðan þessi: Textílmiðstöðin rekur nú TextílLab, við höfum staðið fyrir hugmynda-maraþoni, haldið námskeið allt frá stafrænum textíl til mjúkra vélmenna (e. „soft robotics“). Nemendum og nemendahópum sem koma til okkar hefur fjölgað, við höfum unnið með stefnumótunaraðilum, kennurum, listafólki og handverksfólki. Við höfum þróað bakteríu-litunarverkefnið Fjólublár ásamt samstarfsfólki úr heimabyggð og staðið fyrir sýningunni "New Directions" á HönnunarMars 2023 í Reykjavík. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem okkur langaði til að nefna. Mjög gefandi hefur verið að fylgjast með TextílLabinu þar sem allt iðar af lífi og frumkvöðlar sem koma til Blönduóss kynnist þar hefðbundnu handverki, fær hugmyndir og gerir tilraunir með nýjum tækjum og efnum. 

CENTRINNO verkefninu lýkur í febrúar 2024. Við höfum nú lokið við þriðja og síðasta sprettinn og hitt félaga okkar á lokafundinum í Genf, þar sem við heimsóttum frumkvöðlasmiðjur, meðal annars MACO, Forum Grosselin í Carouge, FabLabið On L'Fait og frumkvöðla í sjálfbærni eins og Les Deux Rivières. Við munum sakna þessara funda með samstarfsfólkinu okkar í Mílanó, Amsterdam, Tallin, París, Kaupmannahöfn, Zagreb, Barcelona og Genf. En nú eigum við góðan grunn og tengslanet sem við getum byggt á. Meiri upplýsingar um þátt okkar á Blönduósi í CENTRINNO verkefninu má finna á eftirfarandi stöðum: Youtube vefsíðu verkefnisins: centrinno.eu (#H2020 #centrinnoeu), á Facebook og Instagram: @textilmidstod / Facebook: Icelandic Textile Center)

Lokafundur verkefnisins var haldinn í Genf 25.-28. september. 

 

Fréttir af Ós Textíllistamiðstöð

Við vorum í London frá 6. til 9. september þar sem við tókum þátt í  Res Artis ráðstefnunni. Heiti hennar var „Mind the Gap: Designing Residencies for everyone“ og var hún haldin af Acme í samstarfi við University College London. Yfir 200 listamenn, fulltrúar listamiðstöðva og sérfræðingar alls staðar að úr heiminum hittust þarna, fræddust um listamiðstöðvar og ræddu málefni eins og völd og aðgengi, fjölbreytni og samstarf. Meðal áhugaverðra dagskrárliða á ráðstefnunni voru hringborðsumræður og kynning á listamiðstöðvum og menntun („Residencies, higher education and alternative pathways“) í umsjón Dr. Tarek E. Virani, dósent í skapandi greinum við UWE Bristol, og Haidy Geismar, skólastjóra við School for the Creative and Cultural Industries, UCL. Lögðu þeir áherslu á að listamiðstöðvar geti verið staðir þar sem lausnir finnast á vandamálum, starfsmenntun fer fram og þekkingu er miðlað. Staðir fyrir skapandi nám þar sem unnið er út frá sjónarmiðum um sjálfbærni.

Við í Ós Textíllistamiðstöð erum nú þegar farin að vinna samkvæmt þessum sjónarmiðum. Þar sem listafólk sem dvelur hjá okkur hefur aðgang að sameiginlegu rými, deilir vinnusvæði og setur upp sameiginlega sýningu á meðan dvöl þeirra stendur, þá óneitanlega deilir það einnig hæfni og þekkingu. Það er alltaf jafn ánægjulegt að fylgjast með fólki með ólíkan bakgrunn og reynslu í textíllistum tengjast sterkum böndum! Í júní á næsta ári tökum við í þriðja sinn á móti nemendum frá Concordia University Field School, en Concordia háskólinn býður upp á einingabært námskeið hér á Blönduósi. Námskeiðið er hugarfóstur Dr. Kathleen Vaughan, og fylgir hún nemendum sínum hingað. 

Hér má finna yfirlit yfir allt það listafólk sem hefur dvalið hjá okkur allt frá árinu 2013. Stundum tekur listafólk yfir Instagram-síðu Textílmiðstöðvarinnar. Um þessar mundir er það listafólk nóvembermánaðar Mari Norddahl, My Dammand og Maryliies Teinfeldt-Grins' sem deila vinnu sinni með fylgjendum síðunnar. 

Listafólkið hefur líka aðgang að tækjum TextílLabsins. Við erum nýbúin að eignast kembivél! 

Næst á dagskrá:

Ós Textílistamiðstöð verður lokuð í desember og gefst okkur þá tími til að fara yfir birgðastöðu okkar og sinna jafnframt öðrum verkefnum, svo sem styrkjaskrifum og umsjón með komandi vetrarpróf. Textílmiðstöðin er hluti af  Samtökum Þekkingarsetra á Íslandi og vinnur að fullorðinsfræðslu með Farskólanum á Sauðárkroki. Nemendur sem eru búsettir á svæðinu en eru í fjarnámi við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla á landinu geta valið að taka prófin sín í Textílmiðstöðinni. Haust- og vetrarpróf standa vanalega yfir frá lokum nóvember fram í miðjan desember. Að prófunum loknum getum við farið að láta okkur hlakka til hátíðanna!

Við hefjumst svo handa við nokkur verkefni strax á nýju ári; að þróa námskeið fyrir Tracks4Crafts, vinna að stofnun textíl-klasa á Íslandi og undirbúa námskeið til að bjóða uppá á Prjónagleðinni (7.-9. júní 2024) í samstarfi við sveitarfélagið Húnabyggð!