Fiber Focus

Sommerakademiet og Textílmiðstöð Íslands hlutu styrk fyrir verkefnið “Fiber Focus - Wool as a shared Cultural heritage and Art” frá Kulturdirektoratet Norsk-islandsk kultursammarbejd. 

Síðan frá landnámi hafa bæði íbúar Noregs og Íslands verið bundin sterkum böndum. Sauðfé og ull er meðal annars þess sem löndin eiga sameiginlegt. Í verkefninu ,,Fiber Focus” verður unnið að því að kynnast því sem er sameiginlegt á sviði verkþekkingar í textíl og sögu landanna og deila þekkingu. Áherslan sett á ull og tæknilega úrvinnslu aðferðir á ullinni og miðla sameiginlegum sögum, þróa hönnun og skipuleggja námskeið í hvernig maður nýtir ullina í dag í báðum löndum. 

Verkefnið byrjar í lok mars 2023 með því að lista/handverksfólk og fræðimenn koma frá Noregi og deila kunnáttu sinni. Haldið verður fyrirlestur þann 30. mars: 

kl. 12:10 - 13:00: “Wool, always on my mind - from fleece to fabric”

Tone Barnug, textílhönnuður hjá Innvik Uldfabrik, hefur starfað sem hönnuður hjá Innvik Ullarverksmiðjuna. Hún segir frá árunum 1890-2023 og kemur inn á sögu norska ullariðnaðarins. Hún fjallar um ullina sem innblástur, ull í framleiðslu iðnaðarins og hvernig ferillinn er frá reyfi til flíkur. Einnig mun hún koma inn á mikilvægi sjálfbærni í iðnaðinum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Í september 2023 munu síðan lista/handverksfólk og fræðimenn frá Íslandi fara til Noregs.