Tracks4Crafts á Ítalíu

Við erum nýkomin heim frá Flórens á Ítalíu þar sem við vorum á vinnustofu í verkefninu Tracks4Crafts. 
 
Í verkefninu sem er styrkt af Horizon Europe er markmiðið að rannsaka hefðbundna handverks þekkingu og tengja saman menningararfinn og stafrænar aðferðir. Við hittum samstarfsaðila ARTEX, Onl'fait, Waag, MX3D, Μουσείο Τέχνης Μεταξιού- Art of Silk Museum, Bokrijk og aðila frá Háskólanum í Antverpen sem leiðir verkefnið, Sorbonne í París og Fjöltækniháskólanum í Mílanó til að ræða næstu skref. Það var gaman að hitta alla aftur í eigin persónu!
 
Áður en vinnustofan hófst fórum við til Prato þar sem hjarta textíliðnaðar er á Ítalíu. Þar er einnig staðsett skapandi smiðja í textíl Lottozero / textile laboratories sem er ekki svo ólík Textílmiðstöðinni og hittum við þar hana Federicu sem sótti okkur heim og var með fyrirlestur í Krúttinu í september síðastliðnum.
 
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast meiri upplýsingar á heimasíðu verkefnissins; tracks4crafts.eu