"Fiber Focus" í Noregi

Dagana 15. – 21. september 2023, fóru Jóhanna Erla Pálmadóttir og Ragnheiður Björk Þórsdóttir, starfsmenn Textílmiðstöðvarinnar á vegum Fiber Focus verkefnisins til Noregs. Fiber Focus er samstarfsverkefni Sommerakademiet í Noregi og Textílmiðstöðvar Íslands. Verkefnið gengur út á að fulltrúar hvors aðila deila þekkingu um ullina og læri hvor af öðrum. Síðastliðinn apríl komu fulltrúar Sommerakademiet til Íslands til að fræðast um alls konar textíl á Íslandi. 

Jóhanna og Ragnheiður voru viðstaddar ullarhelgi í Innvik sem var haldin í húsnæði gömu vefnaðar verksmiðjunnar, þar sem þær héldu fyrirlestra og voru með námskeið. Í gömlu verksmiðjunni var flott sýning á 100 mismunandi gömlum peysum sem safnað hafði verið í tilefni helgarinnar. Einnig heimsóttu þær nýju vefnaðarverksmiðjuna í Innvik, Rauma garnverksmiðjuna, Krivivev vefverksmiðjuna, Tingvoll prjónavélaverkstæði, spjaldvefnaðarverksmiðju og ýmislegt annað. Jóhanna og Ragnheiður héldu einnig fyrirlestra og kenndu refilsaum í Innvik og í Háskólanum í Volda. Þar tóku þátt sem alls 29 nemendur sem eru í kennaranámi fyrir list- og verkgreinakennslu.

Var heimsóknin vel heppnuð og þökkum við fyrir allar góðar móttökur!