Vettlingauppskriftir Ýrar

Photo credit: Ýr Jóhannsdóttir
Photo credit: Ýr Jóhannsdóttir

Nýútkomin bæklingur með skemmtilegum vettlingauppskriftum eftir prjónahönnuðinn Ýr Jóhannsdóttur, betur þekktri sem Ýrúrarí. Hægt er að nálgast bæklinginn á ensku og íslensku á ISSUU. Skoðið, prúfið og leikið ykkur með ykkar eigin útfærslu! Endilega sendið okkur myndir á Facebook  og Instagram Prjónagleðinnar. 

Ýr útskrifaðist með BA gráðu í textílhönnun frá Glasgow School of Art vorið 2017. Frá útskrift hefur Ýr unnið að ýmsum textílverkefnum, samsýningum og sviðsverkum hérlendis og erlendis. Þá ber helst að nefna vélprjóna verkefnið “Þættir” sem Ýr bjó til úr lokaverkefni sínu úr náminu og hefur ferðast með og þróað í listamannaíbúðum í Þýskalandi og Íslandi. Verkefnið stendur til sýnis ásamt opinni vinnustofu í Textile Art Center á Manhattan í Febrúar 2019 og er styrkt af listamannalaunum og hönnunarsjóði. 
Auk þess hefur Ýr unnið að því að þróa ,,up-cycle” verkefnið sitt þar sem hún gefur gömlum peysum nýtt líf, en fólk á borð við Miley Cyrus og Erykah Badu hafa tryggt sér eintak af slíkum peysum. Til að miðla peysunum til fleiri einstaklinga varð til uppskriftarbæklingur og námskeið til að gefa fólki hugmyndir og hvatningu til að spreyta sig sjálft á að gefa gömlu peysunum sínum nýtt líf. 

Frekari upplýsingar má finna á www.yrurari.com.