Námskeið í stafrænum vefnaði

Námskeið í stafrænum vefnaðiverður haldinn í október nk. í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi/Textíllabinu (Þverbraut 1), frá 5. – 8. október 2023.

Kennt verður á tvo TC2 vefstóla sem eru með mismunandi þráðarfjölda á sentimeter og lit á uppistöðum. Uppistaða innifalin en æskilegt að nemendur komi með sitt ívaf.
Grunnþekking á vefnaði og reynsla að vinna með Photoshop er nauðsynleg. Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur og lengra komna.

Hægt er að skrá sig hér:
https://www.textilmidstod.is/is/vefverslun/classes/digital-weaving-course


Kennari: Ragnheiður Björk Þórsdóttir