Alberte Holmø Bojesen og Tuija Hansen bjóða ykkur velkomin til að koma og skoða þara!
Hvenær: Miðvikudaginn, 23. júlí kl. 14:00 - 18:00
Hvar: Kvennaskólanum á Blönduósi kl. 14:00. Byrjað verður á að ganga um fjöruna og safna þara. Einnig ertu velkomin að koma beint í TextílLabið á Þverbraut 1, Blönduósi, kl. 16:00
Hvað: Námskeiðið byrjar á vettvangsferð (valfrjálst), smökkun á þara og síðan verður verkleg kennsla um þara sem hráefni og litarefni. Kennt verður að búa til alginate garn, textíl og leður úr þara og líka að nýta þara í sólarlitun á textíl.
Kennarar: Tuija Hansen, textíllistamaður sem vinnur með jurtalitun og listsköpun í samfélögum. Alberte Holmø Bojesen, textíllistamaður sem vinnur með þörunga í sinni list ásamt ýmsum tilraunum í textílhönnun.
Hver: Allir velkomnir frá aldrinum 8 - 100 ára. Engin reynsla nauðsynleg.
Tungumál: Enska
Kostnaður: 1500.- innifaldar eru léttar veitingar.
Vinsamlega skráið ykkur hér: https://www.textilmidstod.is/