,,Hreint ljómandi haf": Lista- og vísindasmiðjur á Norðurstrandaleið

Tvær fjörur voru staðsettar við Sauðárkrók (Borgar- og Garðasandur), ein við Hvammstanga og tvær úti…
Tvær fjörur voru staðsettar við Sauðárkrók (Borgar- og Garðasandur), ein við Hvammstanga og tvær úti á Skaga, milli tveggja bæja sem heita Hafnir og Víkur, fjörur við Selvíkurtanga.
Lista- og vísindasmiðjur á vegum Textílmiðstöðvarinnar og BioPol voru haldnar á Norðurlandi vestra laugardaginn 25. maí sl. Byrjað var á því að safna saman rusli í fjörum  við Sauðárkrók,  Hvammstanga og úti á Skaga.  Í Miðfirði er hægt að skoða skemmtilega vörðu sem varð til undir leiðsögn listamanna frá Listaháskóla Íslands. Ungmennasamböndin USAHUMSS og USVH sáu um að kynna verkefni til sinna félagsmanna og komu með kaffi.

Listasmiðjur voru opnar öllum. Mjög góð mæting var á Hvammstanga og út á Skaga, en samtals voru það tæplega 40 manns sem unnu saman þann dag. Viljum við þakka öllum kærlega sem mættu fyrir samveruna!

Markmiðið með verkefninu var að auka þekkingu almennings á umhverfismálum og mengun hafsins. Þema smiðjanna var „Varða“ en talið er að maðurinn hafi reist sér vörður allt frá steinöld. Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi stýrði verkefninu í samstarfi við Biopol á Skagaströnd en tveir vísindamenn frá BioPol voru búnir að þræða norðurströndina til að skoða fjörur þar sem rusl berst að landi

Í verkefninu folst að vísindin og listirnar leggja saman til að skapa vettvang til að vekja athygli á þeirri ógn sem mengun hafsins er lífi á jörðinni. Þátttakendur á hverjum stað ákváðu undir leiðsögn þess listafólks sem leiddi þá vinnu hvernig þau skilgreina sína vörðu og með hvaða hætti hún varpar ljósi á eða leggur til lausn/lausnir á mengun hafsins. Styrkur fékkst til verkefnsins bæði frá Uppbyggingarsjóði og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Elsa Arnardóttir og Lee Ann Maginnis stýrðu verkefninu, en það verður í framhaldinu kynnt sem hluti af opnun Norðurstrandarleiðarinnar þann 8. júní á „Degi hafsins“. Fleiri myndir má sjá hér

Í tengslum við verkefnið fengum við vísindamenn hjá BioPol á Skagaströnd, Karin Zech og James Kennedy, til að svara nokkrum spurningum um plastúrgang og mengun í sjónum.

 

 Heim
 Bildergebnis für textílmiðstöð íslands logo