,,Kickstart workshop" - heimsókn arkitektarnema

Gömul bygging sem tilheyrir Kvennaskólann.
Gömul bygging sem tilheyrir Kvennaskólann.

í lok júlí munu arktitektanemar frá Listaháskóla Íslands dvelja hjá okkur í verkefnavinnu. Heimsóknin er í tengslum við ,,Hugmyndavinna og framtíðarsýn fyrir húsakynni Kvennaskólans og Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi" , verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Verkefnið byggist á grunni sem var lagður í janúar 2020 þegar nemendur úr arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands dvöldu í Kvennaskólanum undir leiðsögn Birtu Fróðadóttur arkitekts. Í lok dvalarinnar var haldin kynningarfundur á hugmyndavinnu um notkunarmöguleikar á húsakynnum Kvennaskólans á Blönduósi. 

Hlökkum til að sjá lokatillögur nemendanna seinna í sumar, en þær verða kynntar á ársfundi Textílmiðstöðvarinnar í ágúst.