CENTRINNO í Genf

Við í Textílmiðstöð Íslands og samstarfsaðilar okkar í Háskóla Íslands erum nýkomnar frá Genf. Þar tókum við þátt í síðasta aðalfundi í Evrópuverkefninu Centrinno. Fundurinn var frá 25-28 september og var dagskráin margþætt. Við skoðuðum m.a. fyrrum verksmiðjur sem í dag eru nýttar undir handverk, endurvinnslu og nýsköpun auk fleiri áhugaverðra staða og enduðum á því að velta upp frekari samstarfsmöguleikum. Sérstakar þakkir fá samstarfsaðilar okkar í Genf Onl'fait, Ressources Urbaines & Le Geste fyrir gott skipulag og frábærar móttökur!
 
Centrinno EU Project er rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að yfirgefnu iðnaðarsvæðum og verksmiðjum í borgum Evrópu og hvernig svæðin eru að taka breytingum og húsnæðið að þjóna nýjum hlutverkum. Verkefnið varpar ljósi á þá möguleika sem eru til staðar til að byggja upp skapandi smiðjum þar sem frumkvöðlar fá tækifæri og stuðla í leiðinni að sjálfbærni og umhverfisvænni hönnun og framleiðslu. #Horizon2020