Wool in the North

Textílmiðstöð Íslands hefur stýrt verkefninu Wool in the North sl. þrjú ár. Verkefnið er samstarfsverkefni aðila á Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og á vesturströnd Noregs og er það styrkt af NORA. Markmið verkefnisins er að auka vitund og þekkingu á ull frá þessum svæðum og auka verðmæti hennar í gegnum ferðamennsku.
 
Á YouTube síðu Textílmiðstöðvarinnar má finna nokkur áhugaverð myndbönd sem unnin hafa verið í verkefninu í þátttökulöndunum og von er á fleirum!