VMA í heimsókn

Nemendur úr VMA og Borghildur Ína kennari (lengst til vinstri).
Nemendur úr VMA og Borghildur Ína kennari (lengst til vinstri).

Nemendur úr Verkmenntaskólanum á Akureyri komu í námsferð í TextílLabið þann 6. maí og fengu kynningu á þeirri starfsemi sem er í gangi þar. 

Þau eru að í áfanganum „textíl“ og voru að kynna sér útsaumsvél, þæfingarvél og leiserskera í tengslum við textíl og yfirborðshönnun. Til þess að nýta tímann sem best í heimsókninni til okkar voru nemendurnir búnir að vinna mikla forritunarvinnu. Skjölin voru vistuð á lykla sem var stungið í tölvurnar í Textílmiðstöðinni og síðan var „keyrt“ út úr þeim. Afraksturinn var mjög skemmtilegur eins og má sjá á heimasíðu VMA.

Borghildur Ína kennari segir ánægjulegt að geta prófað sig áfram á nýjum og spennandi slóðum í textílkennslunni og hún hafi því verið að innleiða FabLab tæknina inn í hina ýmsu áfanga sem hún sé að kenna í listnáminu. Nemendur hafi áður lært grunnatriðin í notkun algengustu forrita í margmiðlunaráfanga – t.d. Photoshop og Illustrator – og sú þekking nýtist vel til þess að taka næstu skref í notkun tölvutækninnar í textílnum.