Vinnustofur Shemakes

22. apríl - 7. maí 2022 verða haldnar sjö vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi (Þverbraut 1) á vegum Textílmiðstöðvar Íslands:

22. apríl: CLO-3D (á netinu) 16:00 - 18:00
23. apríl: Líftextíll 10:00 - 17:00
24. apríl: Soft Robotics 10:00 - 17:00
25. apríl: 3D prentun 10:00 - 17:00
26. apríl: Bakteríulitun 10:00 - 16:00
7. maí: Litla ullarverksmiðjan 10:00 - 17:00

Námskeiðin eru ókeypis þökk sé Shemakes Evrópuverkefninu sem Textílmiðstöð tekur þátt í. Allt efni fyrir vinnustofurnar verður á staðnum. 

Athugið: Námskeiðin verða kennd á ensku en íslenskumælandi aðstoðamaður (Margrét, umsjónarmaður TextílLabs) er á staðnum. 
Námskeiðin eru fyrir fullorðna en eldri börn eru velkomin í fylgd foreldra. 
 
Endilega skráið ykkur hér á heimasíðunni (Vefverslun - Námskeið TextílLab: Vinnustofur Shemakes)!