Vantar þig vinnuaðstöðu?

Frá byrjun febrúar til aprílloka býður Textíllistamiðstöðin upp á sérstakt vetrarverð fyrir lista- og handverksfólk sem og hönnuði sem vinna að textíltengdum verkefnum og fræðafólki sem vinnur að rannsóknum sem tengjast textíl. Mánaðarverð er 100.000.- og lágmarksdvöl 1 mánuður.

Innifalið er herbergi á heimavist skólans eða kennarabústöðum og aðgengi að vinnustofum. Vinnustofurnar eru; vefnaðarloft með ýmsum gerðum af hefðbundnum vefstólum og myndvefnaðarstólum, stórt stúdíó með stórkostlegu útsýni yfir ósa Blöndu og Húnaflóann og litunarstúdíó þar sem er hægt að vinna með litun og þæfingu. 

Vinsamlega sækið um hér á heimasíðu okkar (Textillistamiðstöð)

Ef spurningar vakna er hægt að senda tölvupóst á residency@textilecenter.is