Textile Bootcamp 13.-17. maí

Artist in residence Morris Fox and Textile Bootcamp participants in the loom studio.
Artist in residence Morris Fox and Textile Bootcamp participants in the loom studio.

Æfingarbúðir voru haldnar af Textile-Academy, Fabricademy, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Textílmiðstöð Íslands, Fab Lab Ísland og Framtíðarstofu Tækniskólans í Reykjavík með sérfræðingum sem koma víða að. Þátttakendur voru 30 samtals. Í ferðinni fræddust þau um ull, meðferð á ull og úrvinnslu. Einnig var sýnt hvernig TC2 tölvuvefstóll Textílmiðstöðvarinnar eykur möguleika á úrvinnslu munstra í vefnaði. Ofnar voru prufur upp úr munstrum sem varðveitt eru í Kvennaskólanum bæði á venjulegan vefstól og tölvuvefstól.

Var gerður góður rómur að heimsókninni og kvöddu starfsmenn Textílmiðstöðvarinnar glaða og ánægða gesti sem héldu áfram yfir í Skagafjörð til að heimsækja Gestastofu sútarans og FabLab vinnustofu á Sauðárkróki.