Sýning listamanna í Textíllistamiðstöðinni

Verið velkomin á sýning textíllistamanna í Kvennaskólanum!

Listamenn september mánaðar í Textíllistamiðstöðinni halda opið hús miðvikudaginn 30. september, klukkan 14-18.

Annika Andersen er vefari og  jurtarlitar bandið sitt. Renée Rudebrant saumar út, skrifar útsaumsbækur og heldur námskeið. Báðar koma frá Svíþjóð og hafa dvalið í mánuð á Blönduósi.

Annika verður með sín verk í bílskúrsgalleríi en Renée verður í vinnustofu Kvennaskólans á annarri hæð.

Allir eru innilega velkomin en minntir á að hafa með sér sóttvarnargrímur.