Styrkveiting frá Innviðasjóði Rannís

RANNÍS hefur tilkynnt um niðurstöðu úthlutunar úr Innviðasjóði fyrir árið 2020. Þar að meðal er verkefni Textílmiðstöðvar Íslands: ,,Textíll í takt við tímann - Uppbygging innviða til rannsókna á textíl". Samstarfsaðilar í verkefninu eru Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og Byggðasamlag um menninga og atvinnumál í A-Hún. 

Markmiðið með Innviðasjóðnum er að efla innlendar vísindarannsóknir með því að skapa nýja möguleika til rannsókna með fjármögnun tækjabúnaðar og/eða aðstöðu sem ekki er aðgengileg í dag. 
 
Fögnum styrkveitingunni og hlökkum til að vinna að þessu þarfa verkefni!