,,Staðbundin Framleiðsla" í TextílLab

Nemendur á 2. ári í vöruhönnun í Listaháskólanum.
Nemendur á 2. ári í vöruhönnun í Listaháskólanum.

Nemendur á 2. ári í vöruhönnun í Listaháskólanum komu í vettvangsferð í TextílLabið þann 2. mars og fengu kynningu á þeirri starfsemi sem er í gangi þar.

Þau eru að í áfanganum „Staðbundin Framleiðsla“ og voru að kynna sér þau tæki og möguleika sem hægt er nýta sér til nýsköpunar og þróunar í tengslum við textíl og hönnun og fengu þau að prófa þæfingarvélina með ull úr ullarþvottastöðinni og afgangsgarn til prufugerðar!