Þingfulltrúar SSNV í heimsókn

Haustþing SSNV 2021 - þingfulltrúar í heimsókn í TextílLab
Haustþing SSNV 2021 - þingfulltrúar í heimsókn í TextílLab
Í framhaldi af haustþingi SSNV sem haldið var  22. október á Blönduósi komu fulltrúar á þinginu í heimsókn í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar og fengu kynningu á H2020 Evrópuverkefninu Centrinno og aðstöðunni í TextílLabinu. Þau sýndu uppbyggingunni mikinn áhuga og er mikilvægt að fá tækifæri til að kynna fyrir þeim starfsemina og framtíðarsýn Textílmiðstöðvarinnar.