Í framhaldi af ársfundi Textílmiðstöðvarinnar þann 31. mars 2025 var haldinn vinnufundurinn SPJÖRUM OKKUR í Félagsheimilinu á Blönduósi.
SSNV vann með Textílmiðstöðinni að allri skipulagningu og sá um fundarstjórn. Unnið var í fjórum mismunandi hópum og velt upp þeim möguleikum sem við höfum hér í Húnabyggð til að vinna með textílúrgang. Skoðuð var söfnun og móttaka, endurvinnsla með áherslu á að lengja líftíma textílsins og kom skýrt fram mikilvægi þess að kunna að gera við föt. Einnig voru fræðslumálin skoðuð sérstaklega en á fundinum voru fulltrúar allra skólastiga og einn hópurinn skoðaði sérstaklega rekstrarform.
Greinargerð um niðurstöðurnar má finna hér!