Sól i sveit - styrkveiting

Veittir hafa verið styrkir úr stefnumótandi byggðaáætlun (Sóknaráætlun Norðurlands vestra) fyrir árin 2018-2024 til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða.
Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hljóta styrk á árinu 2021, þar að meðal samstarfsverkefni Húnavatnshrepps og Textílmiðstöðvar Íslands: 
 
Sól í sveit – tóvinna, textíll og ferðamenn. Uppbygging textíltúrisma á Húnavöllum.
Styrkupphæð: 6.000.000 kr. 
 
Frábærar fréttir og verður spennandi að hefja samstarf um verkefnið.