SIT-nemendur heimsækja TextílLab

Dan Govoni og SIT-hópurinn
Dan Govoni og SIT-hópurinn

Hópur nemenda á vegum SIT-skólans (School for International Training), samstarfsaðila Háskólaseturs Vestfjarða, kom í heimsókn í Textílmiðstöðinni og skoðuðu TextílLabið.

Nemarnir hafa undanfarið dvalið á Ísafirði þar sem þau leggja stund á nám um loftlagsbreytingar, fara í vettvangsferðir, fá ýmsar kynningar og fyrirlestra og vinna sjálfstæð rannsóknarverkefni sem fjalla um endurnýjanlega orkugjafa. Í náminu er mikil áhersla á sjálfbærni og sýndu nemendur áhuga á nýtingu þara til textílframleiðslu.

Fagstjóri verkefnisins er Dan Govoni, fyrrverandi starfsmaður Þekkingarsetursins á Blönduósi. 

Við þökkum kærlega fyrir komuna!