Shemakes

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að TextílLabið okkar er nú formlega hluti af @shemakes_eu hópnum!

Markmið þessa hóps er að styrkja kvenkyns frumkvöðla til þess að taka leiðandi hlutverk í að skapa sjálfbærari textíl-, tísku- og fataiðnað með því að veita þeim innblástur, hæfni og tengslanet. Að verkefninu kemur fjöldinn allur af stofnunum og fyrirtækjum sambærilegum textílLabsins víðsvegar um Evrópu sem munu deila þekkingu og reynslu sinni til þess að ná þeim markmiðum.

Við hlökkum til að færa Shemakes gildin inn í samfélagið okkar og hefja þetta spennandi samstarf sem styrkt er af ESB. Frekar upplýsingar um Shemakes má finna á shemakes.eu