Prjónasamkeppni 2020

Sólsetur yfir Blöndu. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson.
Sólsetur yfir Blöndu. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson.

Ákveðið hefur verið að fresta Prjónagleðinni til 11. - 13. júní 2021, vegna Covid-19 faraldursins. Til að viðhalda sköpunar- og prjónagleðinni á meðan munum við halda prjónasamkeppnina þrátt fyrir að ekki verði af sjálfri Prjónagleðinni 2020!

Verkefnið er höfuðfat, þema er Blanda (jökulá í Austur-Húnavatnssýslu).

Samkeppnin fer þannig fram að þátttakendur senda okkur myndir og upplýsingar um höfuðfatið sem við síðan birtum á Facebook-síðu Prjónagleðinnar. Gestir síðunnar kjósa sitt uppáhalds höfuðfat í framhaldin og þeir vinna sem fá flest stig. Verðlaun verða veittir fyrir þrjú efstu sætin og horft til frumlegustu og bestu útfærslunnar. 

Samkeppnin stendur yfir þar til 12. júní - fleiri upplýsingar má finna á Facebooksíðu Prjónagleðinnar!