Prjónagleði framundan

Prjónagleði - Iceland Knit Fest verður um helgina, 11.-13. júní og við hlökkum svo til!

Prjónagleðin er byggð upp á fjölbreyttum námskeiðum með úrvalskennurum, fyrirlestrum og prjónatengdum viðburðum. Glæsilegt markaðstorg er stór hluti af hátíðinni þar sem handlitarar, smáspunaverksmiður, handverksfólk og verslanir með garn og prjónatengdan varning selja fjölbreyttar freisingar fyrir prjónafólk.

Dagskrá, námskeið og fleiri upplýsingar má finna hér á heimasíðu, Facebook (Prjónagleði) og Instagram (#icelandknitfest)!  Prjónagleði 2021 er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra - Uppbyggingarsjóði.